Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Innbrot í vallarhús UMFN við Afreksbraut
Föstudagur 24. apríl 2009 kl. 09:31

Innbrot í vallarhús UMFN við Afreksbraut

Í fyrrinótt var brotist inní Vallarhús knattspyrnudeildarinnar Njarðvíkur við Afreksbraut í Njarðvík. Farið var inn um hurð sem leikmenn nota á leið til vallar, glerið í hurðinni var brotið og farið inn. Innbrotsþjófurinn eða þjófarnir höfðu með sér á brott skjávarpa og flatskjá sem voru í samkomusalnum. Einnig brutu hann/þeir sér leið inní þjálfaraherbergið og tóku fartölvu sem Marko Tanasic þjálfari meistaraflokks á. Í fartölvunni eru mikið af gögnum sem eru óbætanleg, gögn varðandi þjálfun og alla þjálfunarvinnu hans síðustu mánuði ásamt ýmsum persónulegum gögnum þar á meðal námsgögnum hans.


Stjórn knattspyrnudeildar skorar á þá sem hafa þessi tæki undir höndum að skila þeim þar sem hér er um persónulega muni að ræða og eru óbætanlegar vinnu og námsgögn. Þeim sem geta gefið upplýsingar um málið eða hafa tölvuna undir höndum er heitið kr. 50.000.- fyrir að skila henni. Vinsamlegast hafið samband í síma 862 6905 og fullum trúnaði heitið.


Mynd: Eina tjónið sem valdið var á húsinu voru á tveimur hurðum annari útihurð og hinni inni.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024