Innbrot í Sandgerði - upplýsingar óskast
Lögreglunni í Keflavík var tilkynnt um innbrot í þrjú fyrirtæki í Sandgerði í dag. Um var að ræða innbrot í handverksverkstæði í tveimur tilvikunum. Í öllum tilvikunum var farið inn með því að brjóta rúðu. Ekki er vitað hver var hér að verki. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málin vinsamlegast hafði samband við lögreglu.