Innbrot í Sandgerði
Nokkuð hefur verið um innbrot í Sandgerði síðustu daga. Brotist var inn í Reynisheimilið og félagsheimili Golfklúbbs Sandgerðis nú um Verslunarmannahelgina. Einnig er vitað um tvö önnur innbrot í einbýlishús þar sem flatskjá, tölvum og fleiru var stolið, að því er fram kemur á www.245.is sem greinir frá þessu. Eru Sandgerðingar hvattir til að standa saman og vera vel á varðbergi.
Talið er að þjófarnir hafi notað stiga við innbrotið í Reynisheimilið og að þeir hafi verið kunnugir aðstæðum þar sem farið var beint inn um gluggann á skrifstofunni á annarri hæð.
---
Ljósm/Oddgeir Karlsson - Horft yfir íþróttasvæðið í Sandgerði. Reynisheimilið er til vinstri á myndinni.