Innbrot í nýbyggingu í Njarðvík
Brotist var inn í Nýbyggingu við Njarðvíkurbraut 11 í dag. Þaðan var stolið handverkfærum að verðmæti tugi þúsunda. Þjófarnir komust á brott en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Þá kom eldur upp í olíumiðstöð vélbáts við Smábátahöfnina í Grindavík. Slökkvilið var kallað á vettvang og náðist að slökkva eldinn fljótt. Ekki er vitað hvort báturinn skemmdist mikið í eldinum.