Miðvikudagur 3. maí 2017 kl. 05:00
Innbrot í íbúðarhúsnæði
Höfðu brott með sér fartölvur, sjónvarp og sjónvarps flakkara.
Lögreglunni á Suðurnesjum var í síðustu viku tilkynnt um innbrot í íbúðarhúsnæði í umdæminu. Stormjárn í baðherbergisglugga hafði verið brotið og hinir óprúttnu komist inn með þeim hætti. Þeir höfðu haft á brott með sér tvær fartölvur, sjónvarp og sjónvarpsflakkara.
Lögregla rannsakar málið.