Innbrot í íbúðarhús
 Í gær var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um innbrot í íbúð við Brekkustíg í Njarðvík þar var tekin fartölva, stafræn myndavél og peningar.
Í gær var Lögreglunni í Keflavík tilkynnt um innbrot í íbúð við Brekkustíg í Njarðvík þar var tekin fartölva, stafræn myndavél og peningar. Þá var einnig tilkynnt um að skemmdir sem unnar voru á bifreið þar sem hún stóð mannlaus á Hafnargötu.
Talsverð ölvun var í bænum og gistu tveir menn fangageymslur annar fyrir ölvun og ólæti, en hinn fyrir líkamsárás.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				