INNBROT Í HRAÐBANKANN Í NJARÐVÍK
Brotist var inní hraðbanka Sparisjóðsins í Njarðvík um helgina. Unglingar sem þar voru að verki brutu rúðu og rifu niður póstkassa sem var festur á vegg innandyra. Þegar farið var að skoða upptöku frá eftirlitsmyndavélum Sparisjóðins kom í ljós að skemmdarvargarnir voru fjórir að tölu. Lögreglan í Keflavík rannsakar málið.