Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot í Holtaskóla og í leikskólann Hjallatún
Miðvikudagur 8. júní 2005 kl. 09:39

Innbrot í Holtaskóla og í leikskólann Hjallatún

Á mánudaginn var tilkynnt um innbrot í leikskólann Hjallatún í Njarðvík. Hafði rúða verið brotin á skrifstofu leikskólastjórans og farið þar inn. Stolið var fartölvu.

Sama dag var tilkynnt um innbrot í Holtaskóla. Þar hafði verið farið inn í nýbyggingu og inn í skólann. Hurð hafði verið spennt upp en ekki var sjáanlegt að neinu hafi verið stolið.

Tilkynnt var um skemmdarverk á bifreið á Nónvörðu. Þar höfðu göt verið stungin á tvo hjólbarða og vinstri hlið rispuð.

Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Garðvegi. Mældist hraði hans 114 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.

Í gærkvöld voru þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut.  Hraði bifreiðanna var 116, 119 og 121, en leyfilegur hraði á þeim vegarkafla er ökumenn óku er 90 km.

Þá var ökumaður með B réttindi kærður fyrir að aka bifreið sem hann hafði ekki réttindi til að aka.  Bifreið sú er hann ók er 4 tonn að þyngd.

Lögreglan boðaði fimm bifreiðar til skoðunar en eigendur þeirra höfðu ekki látið skoða bifreiðar sínar fyrir árið 2004.

Vf-mynd úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024