Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 17. október 2003 kl. 15:31

Innbrot í Hljómval

Aðfararnótt fimmtudags var brotist inn í verslunina Hljómval við Hafnargötu í Keflavík og þaðan stolið geisladiskum, fjórum Kodak stafrænum myndavélum, sjónauka, 25 einnota myndavélum og 20 þúsund krónum í skiptimynt. Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um innbrotið í gærmorgun, en svo virðist sem farið hafi verið inn verslunina í gegnum opnanlegan glugga. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024