Innbrot í heimahús í Sandgerði
 Í nótt var tilkynnt um innbrot í heimahús í Sandgerði og fór lögreglan í Keflavík á staðinn. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt.
Í nótt var tilkynnt um innbrot í heimahús í Sandgerði og fór lögreglan í Keflavík á staðinn. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt.Þrír ökumenn voru í gær kærðir fyrir of hraðan akstur. Einn var stöðvaður á Grindavíkurvegi þar sem hann ók á 120 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Tveir voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Skólavegi þar sem hámarkshraði er 30 km . Sá sem hraðar ók mældist á 54 km hraða. Nokkrir voru áminntir vegna vanbúnaðar ljósa á bifreiðum þeirra.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				