Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot í fyrirtæki og stungið af frá bensínskuld
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 01:05

Innbrot í fyrirtæki og stungið af frá bensínskuld

Dagvaktin hjá lögreglunni á Suðurnesjum var frekar erilsöm. Meðal annars var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki en þaðan var stolið tölvubúnaði og fjármunum. Málið er til rannsóknar.

Þá var tilkynnt um að ökumaður bifreiðar tók bensín á bensínstöð og ók á brott án þess að borga fyrir bensínið.

 

Mynd: Á þessari mynd, sem tekin var á tólfta tímanum í kvöld, má sjá a.m.k. tvo lögreglubíla á eftirlitsferð um Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Eflaust hafa lögreglumenn verið á höttunum á eftir glæpamönnum, sem létu til sín taka á Suðurnesjum í dag. Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024