Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innbrot í fyrirtæki í Reykjanesbæ
Mánudagur 18. júní 2012 kl. 13:00

Innbrot í fyrirtæki í Reykjanesbæ

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Brotist var inn í fyrirtæki í Reykjanesbæ í fyrrinótt. Rúða hafði verið brotin á norðurhlið hússins og voru ummerki um að þar hefði verið farið inn. Athugun leiddi í ljós að verðmæt Apple tölva var horfin, en ekki hafði verið hreyft við öðru innan dyra. Öryggiskerfi í fyrirtækinu hafði farið í gang skömmu eftir miðnætti og var þá hringt eftir aðstoð lögreglu, sem vinnur nú að rannsókn málsins.