Laugardagur 30. mars 2002 kl. 10:05
Innbrot í fjölbraut og rúðubrot í kirkju
Brotist var inn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í nótt. Að sögn lögreglu var stolið þaðan smápeningum í poka. Ekki er vitað hver stóð að innbrotinu og lögreglan er með málið til rannsóknar.Þá var rúða brotin í Grindavíkurkirkju í nótt. Ekki er vitað hver var að verki í því ódæði.