Innbrot í bíla við Suðurgötu í nótt
Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning í um kl. 04 í nótt um að hurð á bifreið á Suðurgötu í Keflavík stæði opin. Lögreglan fór á staðin. Þá sáu lögreglumenn að rennihurð á annarri bifreið sem þarna var nærri stóð opin. Greinilegt er að eitthvað hefur verið átt við bifreiðarnar en plastpoki með skóm í var utan við aðra bifreiðina og þá mátti sjá að farið hafði verið í hólf í innréttingu annarar bifreiðarinnar. Fótspor mátti sjá í fölinni. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.