Innbrot, slys og hraðakstur
Töluverðar annir voru hjá lögreglunni í Keflavík um helgina. 20 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðann akstur, fjórar líkamsárásir voru framdar, tvær í heimahúsum og tvær á veitingastöðum. Brotist var inn í bát í Grindavíkurhöfn, lyfjaskápur bátsins var brotinn upp og þaðan stolið einhverju magni af Morfíni. Á laugardaginn var tilkynnt um að 11 ára gamall drengur hafi farið með hendina inn í færiband í frystihúsi í Grindavík. Hann mun hafa brotnað illa á hendi og var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús. Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur aðfaranótt laugardagsins.