Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innanríkisráðuneytið skoðaði fasteigaviðskipti í Garði
Bæjarfulltrúarnir Gísli Heiðarsson og Einar Jón Pálsson.
Mánudagur 10. ágúst 2015 kl. 09:50

Innanríkisráðuneytið skoðaði fasteigaviðskipti í Garði

- bæjarfulltrúar ekki vanhæfir í viðskiptunum

Bæjarfulltrúarnir Gísla R. Heiðarsson og Einar Jón Pálsson voru ekki vanhæfir þegar Sveitarfélagið Garður keypti fasteignirnar Heiðartún 2b og 2c í Garði árið 2014. Þetta er niðurstaða Innanríkisráðuneytisins sem tók málið til skoðunar eftir að Jónína Holm bæjarfulltrúi hafi vakið athygli ráðuneytisins á meintu vanhæfi bæjarfulltrúanna.

Erindi frá Innanríkisráðuneyti dagsett 29. júní 2015 var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðs þann 23. júlí sl. Ráðuneytið hefur aflað gagna og upplýsinga og tekið málið til umfjöllunar. Niðurstaða ráðuneytisins er að engin gögn liggi fyrir sem benda til þess að bæjarfulltrúarnir hafi átt slíkra hagsmuna að gæta við kaupin að leitt hafi til vanhæfis þeirra. Hefur ráðuneytið ekki forsendur til að gera athugasemdir við aðkomu þeirra að málinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðuneytið beinir því til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs að hún gæti að því að fylgt sé málsmeðferðarreglum sveitarstjórnarlaga ef upp kemur vafi um hæfi sveitarstjórnarmanns eða annars nefndarmanns í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Að öðru leyti mun ráðuneytið ekki aðhafast frekar í þessu máli, segir í erindi Innanríkisráðuneytisins.