Innanríkisráðherra hittir leigubílstjóra við Hafnaveg
- hópakstur úr Garði að gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar í hádeginu á föstudag
Innanríkisráðherra mun hitta leigubílstjóra af Suðurnesjum við gatnamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar í hádeginu á morgun, föstudag. Þar munu leigubílstjóarnir afhenda ráðherra áskorun um útbætur í samgöngumálum á Reykjanesbraut.
Það eru leigubílstjórar af A-stöðinni sem munu standa fyrir hópakstri frá Sveitarfélaginu Garði sem hefst kl. 12:10 í hádeginu á morgun, föstudaginn 29. júlí. Um kl. 12:30 ætlar innanríkisráðherra að hitta hópinn á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnarvegar. Þar lést Jóhannes Hilmar Jóhannesson í umferðarslysi á dögunum. Jóhannes Hilmar starfaði m.a. við leigubílaakstur í afleysingum á A-stöðinni.
Hópakstur leigubílanna úr Garðinum verður í lögreglufylgd og verður gatnamótunum lokað um stund á meðan athöfnin fer þar fram í hádeginu á morgun. Hægt verður að komast um hjáleiðir. Aðrir ökumenn sem vilja sýna samstöðu er heimil þátttaka í hópakstrinum sem, eins og áður segir, leggur af stað frá Garði kl. 12:10.