Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Innanlandsflugið til Keflavíkur: 1500 króna félagsgjald notað til að greiða fyrir hagfræðilega og verkfræðilega úttekt
Mánudagur 12. september 2005 kl. 14:48

Innanlandsflugið til Keflavíkur: 1500 króna félagsgjald notað til að greiða fyrir hagfræðilega og verkfræðilega úttekt

Fjölmargir hafa skráð sig sem stofnfélaga í samtökin sem berjast fyrir því að fá miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkurflugvallar, samhliða samgöngutengingu milli Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Þeir sem hafa farið inn á skráningarsíðuna flugkef.is hafa hins vegar séð að það kostar 1500 krónur að gerast félagi og hefur komið fram gagnrýni á gjaldtökuna. Hvers vegna er þessi gjaldtaka? Víkurfréttir leituðu til Eysteins Jónssonar, eins af stjórnarmönnum í samtökunum.
„Ein meginforsendan fyrir því að fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ásamt fulltrúa óháðra létu verða að því að ákveða stofnun samtaka um flutning miðstöðvar innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar ásamt samgöngutengingu milli Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar er sú að láta gera hagfræðilega úttekt á þessum valkosti fyrir þjóðarbúið. Þá þarf að gera verkfræðilega úttekt á hugsanlegu vegarstæði milli Straumsvíkur og Vatnsmýrarinnar.
Einnig er ljóst að ýmsa aðra þætti þarf að skoða sérstaklega s.s. eins og sjúkraflug og varaflugvallarmál. Okkur þótti ljóst að þessi verkefni yrðu dýr og talsvert fjármagn þyrfti til að standa straum af þessu kostnaði. Því var ákveðið að bjóða öllum sem vilja berjast fyrir þessu málefni tækifæri til að gerast sérstakir stofnfélagar og greiða fyrir það 1.500 kr. Hugmyndin er svo að eftir stofnfund sem verður haldinn á Ránni 6. október n.k. verði öllum boðið að skrá sig í samtökin án þess að greiða þetta gjald.
Við munum svo leita til fyrirtæja og stofnanna aðallega hér á Suðurnesjum eftir fjárframlögum til að “kosta” þá vinnu sem talin er nauðsynleg,“ sagði Eysteinn Jónsson í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024