Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 30. maí 2000 kl. 02:28

Innanlandsflug ekki til Keflavíkur í sumar

Flugmálastjórn Íslands hefur gert sérstakar ráðstafanir til þess að unnt verði að starfrækja innanlandsflug á Reykjavíkurflugvelli í allt sumar þrátt fyrir hinar umfangsmiklu framkvæmdir við endurbyggingu flugvallarins. Frá þessu er greint á visir.is Þannig verður ekki nauðsynlegt að flytja starfsemi innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar á meðan mikilvægar framkvæmdir standa yfir við brautarmót aðalflugbrautanna í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá Flugmálastjórn segir að Þetta er í samræmi við stefnu Flugmálastjórnar, að flugvallarframkvæmdirnar valdi sem minnstri truflun fyrir flugfélögin, flugfarþega og ekki síst þá Reykvíkinga sem búsettir eru í næsta nágrenni við flugvöllinn. Í þessu skyni hefur norðaustur-suðvestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verið lengd um 240 metra með grjótmulningi, þ.e. norðurendi brautarinnar skammt frá aðalskrifstofu Flugleiða hf. Flugbrautin er nú 1.200 metra löng en áréttað er að hér er einungis um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Þessi flugbrautarlenging, ásamt þeim kosti að að nota 1.000 metra af vesturhluta nýendurbyggðar austur-vestur flugbrautarinnar, eykur notkunarmöguleika Reykjavíkurflugvallar þegar vinna við endurbyggingu brautarmóta austur-vestur og norður-suður flugbrautanna mun standa yfir í tvær vikur í ágústmánuði. Þetta gerir Flugmálastjórn kleift að hafa Reykjavíkurflugvöll opinn fyrir innanlandsflug í allt sumar. Ljóst er, að í sumum tilfellum kann þó að reynast nauðsynlegt að grípa til öryggisráðstafana á borð við þungatakmarkanir á flugvélum, eða m.ö.o. að takmarka farþegafjölda um borð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024