Ingvar Eyfjörð aðstoðarforstjóri Icelandic Group
Keflvíkingurinn Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals.
Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í matvælaframleiðslu. Hann mun vinna náið með Finnboga Baldvinssyni forstjóra fyrirtækisins að daglegum rekstri og stefnumótun félagsins.
Við starfi Ingvars sem framkvæmdastjóri Fiskvals tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins frá upphafi árs 2006. Elfar var sölustjóri Tros árin 2000-2005 og þar áður framleiðslustjóri Jóns Erlings 1998-2000.