Ingunn Embla gæti fengið leikbann fyrir þetta brot
Ingunn Embla Kristínardóttir, leikmaður körfuknattleiksliðs Keflavíkur, hefur verið kærð fyrir atvik sem gerðist í leik liðsins gegn Snæfelli á laugardaginn.
Liðin mættust þá í undanúrslitum bikarkeppninnar og höfðu Keflvíkingar sigur, 81-64.Dómaranefnd KKÍ hefur kært brot sem átti sér stað í leik Keflavíkur og Snæfells í undanúrslitum Powerade bikarkeppni kvenna sem fram fór á laugardaginn.
Eftir að hafa skoðað atvik sem átti sér stað í leiknum á myndbandi var Ingunn Embla Kristínardóttir leikmaður Keflavíkur kærð. Ingunn sparkaði í Gunnhildi Gunnarsdóttur leikmann Snæfells eins og sjá má í þessu myndbandi á vef RÚV.
Dómarar leiksins sáu ekki atvikið en dómaranefndin nýtti sér myndbandsupptökuna í þessu máli.
Keflavík hafði betur í leiknum 81-64 og leikur til úrslita í keppninni gegn Grindavík eða Njarðvík en þau lið eigast við í kvöld. Búast má við því að Ingunn Embla fá leikbann þegar kæran verður tekin fyrir hjá aganefnd KKÍ.