Ingimundur SH í slipp í Njarðvík
Gert er ráð fyrir að ísfisktogarinn Ingimundur SH sem strandaði við Grundarfjörð á sjöunda tímanum í gærkvöldi verði tekinn upp í slipp í skipasmíðastöð Njarðvíkur. Togarinn losnaði af sjálfsdáðum upp úr klukkan átta í gærkvöldi og sigldi af sjálfsdáðum til Njarðvíkur þar sem hann mun fara í slipp. Ekki kom leki að togaranum og enginn meiddist. Ingimundur SH er 458 brúttótonn að stærð, smíðaður árið 1978.
Myndin: Ingimundur SH í höfninni í Njarðvík í morgun. VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.