Ingigerður verður kosningastjóri Páls Magnússonar
Njarðvíkingurinn Ingigerður Sæmundsdóttir mun gegna starfi kosningastjóra Páls Magnússonar fyrrum útvarpsstjóra, sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. „Þetta kemur kannski mörgum á óvart. Þetta er skemmtilegt og spennandi verkefni. Ég mun þvælast með honum um kjördæmið á næstunni og m.a. heimsækja fólk á Suðurnesjum,“ segir Ingigerður í samtali við VF. Hún telur Pál vera öflugan frambjóðanda og býst við spennandi prófkjöri.
Ingigerður er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ og núverandi formaður ÍRB. Hún hefur verið viðriðin stjórnmál frá árinu 2006 og bauð sig m.a. fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokks árið 2009.