Ingibjörg Ósk valin fegurðardrottning Suðurnesja
 Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir var kjörin fegurðardrottning Suðurnesja í fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem haldin var í Bláa lóninu í gærkvöldi.
Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir var kjörin fegurðardrottning Suðurnesja í fegurðarsamkeppni Suðurnesja sem haldin var í Bláa lóninu í gærkvöldi.Í öðru sæti var Guðrún Halldórsdóttir og í því þriðja var Margrét Valdimarsdóttir. Magna M. Baldursdóttir var kjörin ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja og K-sport stúlka var kjörin Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir. Bláa Lónsstúlkan var kjörin Guðrún Halldórsdóttir og Lífsstílsstúlkan var kjörin Sunna Björg Reynisdóttir. Una Dís Fróðadóttir var valin vinsælasta stúlkan.
Myndin: Ingibjörg Ósk Jóhannsdóttir fegurðardrottning Suðurnesja 2004. VF-ljósmynd/Tobías Sveinbjörnsson.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				