Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Indverskur ráðherra í Bláa lóninu
Þriðjudagur 6. september 2005 kl. 14:08

Indverskur ráðherra í Bláa lóninu

Mani Shankar Aiyer, olíuráðherra Indlands, heimsótti Bláa lónið -  heilsulind ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og öðru fylgdarliði þann 3. september sl.
Heimsóknin hófst í Eldborg þar sem Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja, kynnti starfsemi fyrirtækisins en ástæðan fyrir heimsókn ráðherrans var einmitt að kynna sér orkuiðnað Íslands, m.a. vetnisverkefnið og nýtingu jarðvarma. Í Bláa Lóninu - heilsulind tók Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins, á móti gestunum og kynnti starfsemi fyrirtækisins. Heimsóknin endaði síðan með hádegisverði á veitingastaðnum í Bláa Lóninu - heilsulind.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024