Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Indó í Reykjanesbæ og Grindavík
Þriðjudagur 13. júní 2023 kl. 06:02

Indó í Reykjanesbæ og Grindavík

Indó verður fyrsti færanlegi sparisjóðurinn í sögu Íslands þegar hann lokar skrifstofu sinni í Reykjavík í nokkra daga og heldur út á land. Markmiðið er að eiga opið samtal við viðskiptavini, og alla sem hafa áhuga á að kynnast indó, og efla tengsl við landsbyggðina. Stefnt er á að heimsækja átta sveitarfélög vítt og breitt um landið í vikunni og verður Indó bíllinn í skrúðgarðinum í Reykjanesbæ og á Festisplaninu í Grindavík á fimmtudaginn 15. júní. 

Gestum og gangandi gefst tækifæri á að forvitnast um allt sem Indó stendur fyrir, fá aðstoð við að opna reikning, kennslu á appið, skyggnast inn í framtíð Indó auk annars. Starfsmenn Indó munu líka taka vel á móti öllum hugmyndum sem gætu gagnast Indó og viðskiptavinum í framtíðinni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri Indó: „Þegar við stofnuðum Indó var hugmyndin alltaf að vera ekki enn önnur glerhöllin í Reykjavík. Okkur fannst tilvalið, nú þegar samkeppnisaðilar okkar eru að loka útibúum sínum um land allt, að gera hið gagnstæða og einfaldlega vera með færanlegar höfuðstöðvar og hitta indóa sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Við leggjum áherslu á að vera eins nálægt viðskiptavinum okkar og við getum og fá tækifæri til að hlusta á þá og læra af þeim auk þess að miðla okkar eigin þekkingu til þeirra. Þess vegna ætlum við að fara á flakk út um allt land. Við viljum vera sýnileg á óhefðbundin, persónulegan og skemmtilegan hátt. Við hvetjum því sem flesta til að koma og kíkja í heimsókn til okkar, þó það sé ekki nema bara til að fá kaffi og kruðerí.“

Indó opnaði formlega þann 30. janúar og var fyrsti sparisjóðurinn til að opna frá grunni síðan 1991. Viðskiptavinir Indó geta stundað öll helstu bankaviðskipti líkt og hjá öðrum bönkum strax, eins og til dæmis að borga reikninga eða greiða fyrir vörur og þjónustu um allan heim með debetkortinu, símanum eða millifæra.