Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

ÍLS: Kaupa innlend húsnæðislán Spkef ef samningar nást
Föstudagur 16. janúar 2009 kl. 10:45

ÍLS: Kaupa innlend húsnæðislán Spkef ef samningar nást



Ef samningar takast mun Íbúðalánasjóður (ÍLS) yfirtaka innlend húsnæðislán SPKef og SPRON og eru samningaviðræður í þá veru langt komnar. Fyrir liggur tilboð sem SPKef er að skoða en hefur ekki samþykkt, að sögn Geirmundar Kristinssonar, sparisjóðsstjóra.

ÍLS mun samkvæmt þessu yfirtaka þann hluta 15 milljarða króna safns SPKef sem lánaður var í krónum og verða lánin keypt af sparisjóðunum með afslætti, að því er fram kemur í Morgunblaðinu. Þar segir að tveir sparisjóðir til viðbótar hafi leitað eftir viðræðum við ÍLS um yfirtöku á húsnæðislánum sínum, en enginn stóru bankanna þriggja hafi óskað eftir slíkum viðræðum. Húsnæðislán í erlendri mynt verði ekki yfirtekin sem stendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024