Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íkveikjan í vallarhúsinu – myndir
Mánudagur 26. október 2009 kl. 10:08

Íkveikjan í vallarhúsinu – myndir


Aðkoman að vallhúsi Knattspyrnudeildar UMFN um helgina var heldur ljót eins og sést á meðfylgjandi myndum sem eruaf heimasíðu félagsins. Brotist var inn í húsið um helgina og eldur borinn að því. Eldur var laus í þjálfaraherberginu þegar slökkvilið bar að og mátti ekki tæpara standa því mikill hiti og eldur var í herberginu. Bifreið deildarinnar stóð fyrir utan húsið og var einnig kveikt í henni. Hún brann til kaldra kola og er ónýt.

Á heimasíðu félagsins segir að eldvarnarkerfi hafi verið sett upp í húsinu síðastliðið vor og það hafi sannað gildi sinn umrædda nótt þegar boð bárust frá því til Öryggisgæslunnar.

Slökkviliðið brást fljótt og vel við og gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Talsvert tjón hlaust af eldinum innandyra og er það mikið áfall fyrir knattspyrnudeildina, segir á heimasíðu félagsins.  Þetta er í annað sinn sem brotist er inn í húsið en í vor var verðmætum stolið úr innbroti þar.
Lögregla vinnur að rannsókn málsins. Þeir sem hugsanlega gætu búið yfir upplýsingum um málið, t.d. um grunsamlegar mannaferðir, eru hvattir til að hafa samband við lögreglu.

„Það er ljóst að deildin verður að taka það upp við bæjaryfirvöld hvernig á að verja þetta mannvirki í framtíðinni enda staðsetningin mjög heppileg fyrir þá sem ekki geta látið það eiga sig að skemma og stela verðmætum. Hreinsun og viðgerðir á húsinu hefjast væntalega nú í byrjun vikunnar og þá kemur væntanlega í ljós hversu mikið tjónið er,“ segir á heimasíðu félagsins.


Myndirnar eru af heimasíðu félagins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024