Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íkveikja í Vogum
Þriðjudagur 8. ágúst 2006 kl. 10:08

Íkveikja í Vogum

Tilkynnt var um lausan eld í fiskikari við iðnaðarhúsnæði í Jónsvör í Vogum síðdegis á sunnudag.  Er lögregla og slökkvilið kom á vettvang var karið því sem næst brunnið.  Karið hafði staðið nærri húsinu og var sót á veggnum.  Talsverður hiti hafði greinilega verið á staðnum en eldur hafði ekki náð að læsa sig í húsið.  Greinilegt er að um íkveikju var að ræða, að sögn lögreglu, en ekkert er vitað hver hér var að verki.  Þeir sem geta gefið upplýsingar um atvikið eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögreglu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024