IGS skal greiða 60 milljóna stjórnvaldssekt
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, þar sem Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) var sektuð fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Nefndin ákvað að IGS skyldi greiða kr. 60.000.000 í stjórnvaldssekt.
Með úrskurði sínum, nr. 3/2006, dags. 5. júlí 2006, staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2006, um að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) hefði brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga, um misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Í hinni áfrýjuðu ákvörðun, nr. 9/2006, komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótturfélag FL Group, hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Fyrirtækið braut samkeppnislög þegar það gerði 10 einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og með því að gera flugfélaginu LTU samkeppnishamlandi tilboð. Samkeppniseftirlitið gerði fyrirtækinu að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs.
Eins og áður sagði staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, en ákvað stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 60.000.000.
Af heimasíðu Samkeppniseftirlitsins www.samkeppni.is
Með úrskurði sínum, nr. 3/2006, dags. 5. júlí 2006, staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 9/2006, um að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) hefði brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga, um misnotkun á markaðsráðandi stöðu.
Í hinni áfrýjuðu ákvörðun, nr. 9/2006, komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), dótturfélag FL Group, hefði misnotað markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Fyrirtækið braut samkeppnislög þegar það gerði 10 einkakaupasamninga við flugfélög sem lenda á Keflavíkurflugvelli og með því að gera flugfélaginu LTU samkeppnishamlandi tilboð. Samkeppniseftirlitið gerði fyrirtækinu að greiða 80 milljóna króna stjórnvaldssekt til ríkissjóðs.
Eins og áður sagði staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, en ákvað stjórnvaldssekt að fjárhæð kr. 60.000.000.
Af heimasíðu Samkeppniseftirlitsins www.samkeppni.is