IGS og Álftanesskóli í samstarf
Þann 12 september síðastliðinn skrifuðu Bæjarstjórn sveitarfélagins Álftanes og Flugþjónustan ehf. IGS Flugeldhús undir samning um tilbúning og sölu skólamáltíða fyrir nemendur og starfsmenn Grunnskóla Álftaness um 460 manns. Sveitarfélagið hefur í sumar unnið að gagngerum breytingum og endurnýjun á tækjakosti og aðstöðu í eldhúsi við hátíðarsal íþróttamiðstöðvar.
Flugeldhús IGS hefur nú starfað í yfir 40 ár og framleiðir um 1,7 milljónir máltíða á ári fyrir flugfarþega og yfir 400.000 máltíðir í 6 starfsmannamötuneytum. Hjá Flugþjónustunni störfuðu í sumar yfir 700 manns.
VF-mynd/ frá undirritun samninga
Flugeldhús IGS hefur nú starfað í yfir 40 ár og framleiðir um 1,7 milljónir máltíða á ári fyrir flugfarþega og yfir 400.000 máltíðir í 6 starfsmannamötuneytum. Hjá Flugþjónustunni störfuðu í sumar yfir 700 manns.
VF-mynd/ frá undirritun samninga