Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

IGS markar sér stefnu í umhverfismálum
Þriðjudagur 17. febrúar 2009 kl. 14:10

IGS markar sér stefnu í umhverfismálum

Framkvæmdastjórn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) samþykkti nýverið umhverfisstefnu fyrir fyrirtækið. Umhverfisstefnan, sem gengur undir nafninu ”IGS Goes Green”, felur í sér að IGS stefnir að því að lágmarka þau umhverfisáhrif sem starfsemi þess á Keflavíkurflugvelli hefur. Unnið verður að framgangi þessarar stefnu innan fyrirtækisins skv. aðgerðaáætlun sem sett er upp í fimm liðum:

1.    IGS stefnir að því að nota eins umhverfisvænt eldsneyti og kostur er á hverjum tíma á vinnuvélar og farartæki fyrirtækisins.
2.    IGS stefnir að því að nota alltaf vinnuvélar og farartæki knúnar rafmagni þar sem slíkt er mögulegt.
3.    IGS stefnir að því að lágmarka akstur og lausagang vinnuvéla og farartækja á flughlaði og í öðrum akstri tengdum starfsemi fyrirtækisins.
4.    IGS stefnir að því að flokka allt sorp til endurvinnslu er fellur til vegna starfsemi fyrirtækisins.
5.    IGS einsetur sér að fylgja öllum lögum og reglugerðum um starfsemi félagsins og varða umhverfið.

Nú þegar hefur IGS leitað samvinnu við Keflavíkurflugvöll ohf. í ýmsum atriðum er varða framkvæmd stefnunnar og hafa flugvallaryfirvöld tekið vel í þær málaleitanir IGS. Samkvæmt Einari Hannessyni, forstöðumanni flugafgreiðslusviðs, er ljóst að hægt ætti að vera að ná markmiðum stefnunnar með því að leggja mikla áhersla á þennan málaflokk í þjálfun starfsfólks sem og með því að hvetja starfsfólk til virðingar á starfsumhverfi sínu. Auk þess kemur fyrirtækið með að nýta allar upplýsingar sem til falla vegna umhverfismála til markvissra forvarna á þessu sviði.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024