Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

IGS hugar að ráðningum í tímabundin störf
Föstudagur 20. febrúar 2009 kl. 11:44

IGS hugar að ráðningum í tímabundin störf

Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Keflavíkurflugvelli ehf. (IGS) liggur verkefnastaða fyrirtækisins sumarið 2009 ekki endanlega fyrir en flugáætlanir flugfélaganna koma þó til með að taka á sig lokamynd næstu vikurnar. Ljóst er að samdráttur verður í starfsemi IGS frá síðastliðnum sumrum en engu að síður verður mikil og öflug atvinnustarfsemi í gangi innan veggja fyrirtækisins.

IGS hefur verið einn stærsti atvinnurekandi á Suðurnesjum undanfarin ár og í vetur eru starfandi um 320 starfsmenn hjá fyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum frá Svölu Guðjónsdóttur, forstöðumanns starfsmannasviðs, er gert ráð fyrir því að IGS ráði allt að 150 starfsmenn inn til fyrirtækisins frá lok apríl til byrjun október. Til að byrja með verða þessi tímabundu störf eingöngu auglýst á Suðurnesjum og vonast fyrirtækið til að geta lagt sitt lóð á vogarskálarnir í því erfiða atvinnuástandi sem Suðurnesjamenn standa frammi fyrir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024