IGS: Ekkert gefið upp varðandi frekari aðgerðir
 Fundur starfsmanna IGS sem fór fram í húsakynnum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis í kvöld fór vel fram að sögn fundarmanna, en ekkert var gefið efnislega upp um það sem fór fram á fundinum.
Fundur starfsmanna IGS sem fór fram í húsakynnum Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis í kvöld fór vel fram að sögn fundarmanna, en ekkert var gefið efnislega upp um það sem fór fram á fundinum. 
Fundarmenn játuðu hvorki né neituðu að frekari verkfallsaðgerðir væru á döfinni.
Rúmlega 100 starfsmenn mættu til fundarins og sögðu þeir sem Víkurfréttir ræddu við að mikil samstaða væri meðal starfsfólksins. Nokkur urgur er í þeirra hópi þar sem þeim finnst lítil hreyfing á viðræðum um bætt kjör og aðstöðu.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				