Iðnsveinafélag Suðurnesja sameinast Félagi iðn- og tæknigreina
Félagsmenn í félagi iðn- og tæknigreina og Iðnsveinafélagi Suðurnesja (ISFS) hafa samþykkt í atkvæðagreiðslu að sameina félögin. Sameiningin var samþykkt í báðum félögum, með miklum meirihluta greiddra atkvæða.
Með sameiningunni verður til um 3.300 manna félag iðn- og tæknigreina. Áfram verður starfrækt skrifstofa á Suðurnesjum en auk hennar rekur Félag iðn- og tæknigreina skrifstofur á Akranesi, Selfossi og í Reykjavík.
Í kjölfar sameiningarinnar verður farið í það að sameina rekstur félaganna og keyra saman félagatal. Stefnt er að því að sameina orlofshúsakost í hinu sameinaða félagi frá og með 1. apríl 2007.
Iðnsveinafélag Suðurnesja (ISFS) var stofnað 20.desember 1942. Nafn félagsins var þá Járn- og trésmiðafélag Keflavíkur. Stofnendur félagsins voru allir starfsmenn Dráttarbrautar Keflavíkur. Árið 1944 var nafni félagsins breytt í Iðnsveinafélag Keflavíkur og félagssvæðið ákveðið Keflavík og Njarðvík. Árið 1966 var nafni félagsins enn breytt og þá í Iðnsveinafélag Suðurnesja og félagssvæðið þá fært yfir öll sveitarfélög sunnan Hafnarfjarðar. Þá var tekin upp deildarskipting innan félagsins og stofnaðar tvær deildir, málmiðnaðardeild og byggingadeild. Árið 1955 var gengið frá stofnun sjúkrasjóðs fyrir félagið sem var ætlað það hlutverk að bæta félagsmönnum launatap vegna veikinda og slysa. Sjúkrasjóðurinn er án efa einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi hvers stéttarfélags. Árið 1972 keypti félagið húsnæði fyrir starfsemi sína að Hafnargötu 76 en flutti þaðan 1978 er félagið keypti húseignina að Tjarnargötu 7 þar sem starfsemin er enn til húsa.
Iðnsveinafélag Suðurnesja er stéttarfélag sem gætir hagsmuna bygginga- og málmiðnaðarmanna á Suðurnesjum auk sveina og nema í hársnyrtigreinum. Meginhlutverk ISFS eins og annarra stéttarfélaga er gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína og hefur félagið lengstum verið í góðu og nánu samfloti með öðrum félögum iðnaðarmanna á Íslandi við kjarasamningagerð. Fjöldi félagsmanna hefur aukist jafnt og þétt með árunum og eru félagsmenn nú um 600. Iðnsveinafélag Suðurnesja er eitt að aðildarfélögum Samiðnar, sambands iðnfélaga sem er eitt af aðildarsamböndum Alþýðusambands Íslands.
ISFS hefur frá árinu 1972 rekið mælingastofu fyrir byggingamenn og hefur sá þáttur í starfsemi félagsins sífellt verið að aukast. ISFS á nú 3 orlofsíbúðir til útleigu fyrir félagsmenn. Um er að ræða íbúð á Akureyri, 1 orlofshús í Húsafelli og 1 orlofshús í Þrastaskógi. Iðnsveinafélag Suðurnesja er aðili að þrem fræðslumiðstöðvum og greiðir af hverjum félagsmanni til þeirra. Um er að ræða Menntafélag Byggingariðnaðarins, Fræðsluráð Málmiðnaðarins og Fræðslumiðstöð Bílgreina Fræðslumiðstöðvarnar standa fyrir uppbyggingu grunnnáms fyrir iðnaðarmenn og endurmenntunarnámskeiðum, auk þess að hafa yfirumsjón með sveinsprófum. Fræðslumiðstöðvarnar standa á hverju ári fyrir miklum fjölda fagnámskeiða sem standa félagsmönnum opin.
Með sameiningunni verður til um 3.300 manna félag iðn- og tæknigreina. Áfram verður starfrækt skrifstofa á Suðurnesjum en auk hennar rekur Félag iðn- og tæknigreina skrifstofur á Akranesi, Selfossi og í Reykjavík.
Í kjölfar sameiningarinnar verður farið í það að sameina rekstur félaganna og keyra saman félagatal. Stefnt er að því að sameina orlofshúsakost í hinu sameinaða félagi frá og með 1. apríl 2007.
Iðnsveinafélag Suðurnesja (ISFS) var stofnað 20.desember 1942. Nafn félagsins var þá Járn- og trésmiðafélag Keflavíkur. Stofnendur félagsins voru allir starfsmenn Dráttarbrautar Keflavíkur. Árið 1944 var nafni félagsins breytt í Iðnsveinafélag Keflavíkur og félagssvæðið ákveðið Keflavík og Njarðvík. Árið 1966 var nafni félagsins enn breytt og þá í Iðnsveinafélag Suðurnesja og félagssvæðið þá fært yfir öll sveitarfélög sunnan Hafnarfjarðar. Þá var tekin upp deildarskipting innan félagsins og stofnaðar tvær deildir, málmiðnaðardeild og byggingadeild. Árið 1955 var gengið frá stofnun sjúkrasjóðs fyrir félagið sem var ætlað það hlutverk að bæta félagsmönnum launatap vegna veikinda og slysa. Sjúkrasjóðurinn er án efa einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi hvers stéttarfélags. Árið 1972 keypti félagið húsnæði fyrir starfsemi sína að Hafnargötu 76 en flutti þaðan 1978 er félagið keypti húseignina að Tjarnargötu 7 þar sem starfsemin er enn til húsa.
Iðnsveinafélag Suðurnesja er stéttarfélag sem gætir hagsmuna bygginga- og málmiðnaðarmanna á Suðurnesjum auk sveina og nema í hársnyrtigreinum. Meginhlutverk ISFS eins og annarra stéttarfélaga er gerð kjarasamninga fyrir félagsmenn sína og hefur félagið lengstum verið í góðu og nánu samfloti með öðrum félögum iðnaðarmanna á Íslandi við kjarasamningagerð. Fjöldi félagsmanna hefur aukist jafnt og þétt með árunum og eru félagsmenn nú um 600. Iðnsveinafélag Suðurnesja er eitt að aðildarfélögum Samiðnar, sambands iðnfélaga sem er eitt af aðildarsamböndum Alþýðusambands Íslands.
ISFS hefur frá árinu 1972 rekið mælingastofu fyrir byggingamenn og hefur sá þáttur í starfsemi félagsins sífellt verið að aukast. ISFS á nú 3 orlofsíbúðir til útleigu fyrir félagsmenn. Um er að ræða íbúð á Akureyri, 1 orlofshús í Húsafelli og 1 orlofshús í Þrastaskógi. Iðnsveinafélag Suðurnesja er aðili að þrem fræðslumiðstöðvum og greiðir af hverjum félagsmanni til þeirra. Um er að ræða Menntafélag Byggingariðnaðarins, Fræðsluráð Málmiðnaðarins og Fræðslumiðstöð Bílgreina Fræðslumiðstöðvarnar standa fyrir uppbyggingu grunnnáms fyrir iðnaðarmenn og endurmenntunarnámskeiðum, auk þess að hafa yfirumsjón með sveinsprófum. Fræðslumiðstöðvarnar standa á hverju ári fyrir miklum fjölda fagnámskeiða sem standa félagsmönnum opin.