Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Iðndalur fær andlitslyftingu
Iðndalur í Vogum. Mynd úr götusjá Google.
Þriðjudagur 26. apríl 2016 kl. 11:34

Iðndalur fær andlitslyftingu

Tilboð í kjölfar útboðs á endurgerð Iðndals í Vogum voru opnuð í síðustu viku. Alls bárust fjögur tilboð í verkið. Lægsta tilboðið átti Ellert Skúlason ehf., tilboð hans var tæpum 10% lægra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum segir að nú verði tilboðin yfirfarin og í kjölfarið samið við lægstbjóðanda.

„Það hillir því loks undir að Iðndalurinn, sem má muna fífil sinn fegurri, fái langþráða andlitslyftingu,“ segir bæjarstjórinn í vikulegu fréttabréfi sínu sem gefið er út í Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024