Iðnaðarráðherra tók við kröfum Suðurnesjamanna um atvinnu strax
Fjölmennri Keflavíkurgöngu lauk í Kúagerði fyrir réttri klukkustund með því að fulltrúum stjórnmálaflokka og hreyfinga á Alþingi var afhent áskorun frá samtökum allra stjórnmálaafla á Suðurnesjum sem stóðu að Keflavíkurgöngunni.
Páll Rúnar Pálsson flutti ávarp fyrir hönd atvinnulausra sem telja í dag rúm 1600 á Suðurnesjum. Af því loknu afhenti hann áskorun til stjórnmálaafla á Alþingi um að gnaga í takt við Suðurnesjamenn.
Þeir fulltrúar sem tóku við áskoruninni voru Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og síðan þingmennirnir Bjarni Benddiktsson, Margrét Tryggvadóttir, Birkir Jón Jónsson og Ögmundur Jónasson.
Mikil ánægja var með gönguna en um 300 manns tóku þátt í henni og gengu tíu kílómetra leið frá Vogum að Kúagerði til að leggja áherslu á kröfur Suðurnesjamanna.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson