Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Iðnaðarráðherra skipar starfshóp um atvinnumál á Suðurnesjum
Fimmtudagur 4. nóvember 2010 kl. 13:56

Iðnaðarráðherra skipar starfshóp um atvinnumál á Suðurnesjum

Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að skipa þriggja manna starfshóp um atvinnumál á Suðurnesjum sem taka á höndum saman við heimamenn, hagsmunaaðila og þingmenn Suðurkjördæmis við greiningu á stöðunni og leiðum til úrbóta. Stofnanir iðnaðarráðuneytisins (Byggðastofnun, Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð og Fjárfestingarstofa) munu vinna með hópnum. Starfshópinn skipa Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, Guðmundur Pétursson frá Samtökum Atvinnurekenda á Suðurnesjum og Eiríkur Hilmarsson hagfræðingur.

Stofnanir ráðuneytisins munu vinna með starfshópnum og fara í gegnum stuðnings- og sjóðakerfi með ný verkefni á Suðurnesjum í huga og leggur fyrir starfshópinn sem rýnir þau og metur. Jafnframt mun starfshópurinn vinna nýjar tillögur í samstarfi við heimamenn og leggja fyrir ráðherra og stofnanir. Farið verður yfir hvernig styrkja megi stofnanakerfið m.t.t. til stuðnings við svæðið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd: Frá fundi iðnaðarráðherra sem haldinn var á Garðskaga í vikunni. VF-mynd: Hilmar Bragi