Iðnaðarráðherra í Sandgerði í kvöld
Dagana 24.-30. september stendur þingflokkur Samfylkingarinnar fyrir opnum fundum um allt land undir yfirskriftinni Sókn til betra samfélags. Í kvöld, mánudagskvöldið 28. september, verður haldinn fundur í Sandgerði á Vitanum.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra, Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar og Róbert Marshall varaformaður samgöngunefndar hafa framsögu og svara spurningum. Fundinum, sem hefst kl. 20, stýrir Jón Norðfjörð.
Allir velkomnir, segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.