Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Iðnaðarráðherra í Sandgerði á laugardaginn
Fimmtudagur 13. maí 2010 kl. 11:54

Iðnaðarráðherra í Sandgerði á laugardaginn



Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra verður í morgunkaffi í kosningamiðstöð S-listans laugardaginn 15. maí kl. 11:00. Það eru mörg verkefni sem eru á vegum iðnaðarráðuneytisins sem tengjast uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjunum með einum eða öðrum hætti.

Katrín lýsti því yfir í viðtali við VF fyrr í vetur að framtíðin væri björt á Suðurnesjum þó svo staðan væri slæm um þessar mundir. Mörg stór sem smá verkefni væru í vinnslu sem myndu búa til mörg störf.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í morgunkaffinu mun iðnaðarráðherra fara yfir stöðuna í þessum verkefnum og taka þátt kaffispjalli um það sem á fundarmönnum brennur. Heitt verður á könnunni og boðið upp á kaffibrauð. Sandgerðingar eru hvattir til að fjölmenna í morgunkaffið á laugardaginn kl. 11:00 og taka þátt í morgunspjalli við ráðherra, segir í frétt frá S-listanum.


VF-mynd/hbb: Katrín hefur komið nokkrum sinnum til Suðurnesja að undanförnum. Á myndinni er hún með nokkrum forráðamönnum sprotafyrirtækja á Ásbrú.