Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 14. maí 2002 kl. 13:32

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ferð um Suðurnes

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, var á ferð um Suðurnes í dag ásamt frambjóðendum Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ. Valgerður heimsótti Helguvíkurhöfn og útskýrði Pétur Jóhannsson hafnarstjóri, uppbyggingu í Helgvíkurhöfn og frámtíðaráformum í Helguvík. Þá heimsótti Valgerður einnig Hitaveitu Suðurnesja og ræddi við starfsfólk Hitaveitunar um Raforkuver og ýmis iðnaðarmál. Einnig kynntu Framsóknarmenn stefnuskrána sína fyrir starfsfólki og voru margar spurningar lagðar fyrir frambjóðendurna.Að lokum lá leið ráðherrans í Sparisjóð Keflavíkur þar sem viðskiptamál voru rædd og kynnti Valgerður sér gaumgæfilega stöðu Sparisjóðsins til að gerast að hlutafélagi. Valgerður snæddi síðan í mötuneyti Sparisjóðsins ásamt Geirmundi Kristinssyni, Sparisjóðsstjóra og fleirum starfsmönnum bankans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024