Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 10. maí 2001 kl. 09:54

Iðgjaldahækkun vegna tæringar í ofnum

Sjóvá Almennar á Suðurnesjum tilkynntu viðskiptavinum sínum um 15% iðgjaldahækkun á fasteignatryggingu síðastliðinn miðvikudag.
Í bréfi sem fyrirtækið sendi viðskiptavinum kemur fram að afkoma í fasteignatryggingum hefur farið versnandi að undanförnu. Þetta megi fyrst og fremst rekja til tíðra vatnstjóna af völdum tæringar í ofnum. Viðskiptavinir Sjóvá Almennra eru óhressir með hækkunina en hún nær aðeins til þeirra sem ekki eru með forhitara. Fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum því upp á lán til þriggja ára til kaupa á slíku tæki. Að sögn Geirs Reynissonar umboðsmanns Sjóvá Almennra í Keflavík hefur mikið tjon orðið á parketi og öðru af völdum tæringar í ofnum. „Við reynum að halda kostnaði við tryggingar í lágmarki en aukning hefur orðið í tjónum af þessu tagi“, segir Geir.
Vátryggingafélag Íslands hækkaði iðgjöld um áramótin síðustu og sendi þá bréf til viðskiptavina sinna. VÍS býður einnig upp á lán til kaupa á varmaskiptum.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024