Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

IceMar gefur 3 þúsund máltíðir til Fjölskylduhjálpar
Fimmtudagur 12. nóvember 2020 kl. 11:15

IceMar gefur 3 þúsund máltíðir til Fjölskylduhjálpar

IceMar ehf. í Reykjanesbæ hefur gefið 3.000 máltíðir til Fjölskylduhjálpar Íslands og bætist þar í hóp annarra fyrirtækja á Suðurnesjum sem hafa látið gott af sér leiða á síðustu dögum og vikum með myndarlegum gjöfum til hjálparsamtakanna.

„Samfélagsleg ábyrgð er mikilvæg á öllum tímum, ekki síst á erfiðum tímum eins og núna. Við erum aflögufær og viljum aðstoða fólk sem er í erfiðri stöðu. Við vonum að þessi styrkur hjálpi til en viljum einnig vekja athygli á þeirri fórnfýsni og miklu umhyggju sem sjálfboðaliðar í starfi Fjölskylduhjálpar Íslands hafa sýnt í störfum sínum. Sjálfboðaliðarnir eru hinar sönnu hetjur. Við eigum að hlúa vel hvert að öðru, sýna í verki að okkur er umhugað um náungann. Í slíku samfélagi viljum við búa,” sagði Gunnar Örlygsson, forstjóri IceMar, þegar gjöfin var afhent.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024