Icelandair seinkar flugi vegna ofsaveðurs
Icelandair hefur ákveðið að seinka öllu flugi í fyrramálið, föstudagsmorgun 11. febrúar, til klukkan 09.00 vegna spár um ofsaveður á Suðurnesjum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að um sé að ræða flug til borganna Osló, Stokkhólms, Kaupmannahafnar, London, Manchester/Glasgow, Amsterdam og Parísar.
Þá megi gera ráð fyrir seinkun á fluginu frá New York, Seattle og Boston til landsins í fyrramálið af sömu ástæðu. Þessar seinkanir eru ennfremur líklegar til þess að hafa áhrif á bottfarar- og komutíma síðdegis.
Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um komu- og brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli, t.d. ef nauðsynlegt verður að seinka fluginu enn frekar.