Icelandair gaf fjölskyldu Helga Einars hjartaþega flugmiða
Icelandair gaf í dag Herði Helgasyni, föður Helga Einars Harðarssonar hjartaþega fjóra flugmiða til Kaupmannahafnar. Hörður mun halda til Kaupmannahafnar um helgina ásamt bróður Helga, mágkonu og dóttur þeirra. Þau munu heimsækja Helga Einar á Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg, en Helgi gekkst nýverið undir hjartaskipti í annað sinn og hefur hann náð ótrúlegum bata á stuttum tíma. Hann er fyrsti íslendingurinn sem gengst undir hjartaskipti í annað sinn. Ármann Harðarson bróðir Helga tók við flugmiðunum fyrir hönd föður síns.
Myndin: Þorbjörg Björnsdóttir yfirmaður söluskrifstofu Icelandair á Loftleiðum afhenti Ármanni Harðarsyni flugmiðana fjóra á aðalskrifstofu Icelandair í dag.
Myndin: Þorbjörg Björnsdóttir yfirmaður söluskrifstofu Icelandair á Loftleiðum afhenti Ármanni Harðarsyni flugmiðana fjóra á aðalskrifstofu Icelandair í dag.