Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Iceland Express til London og Kaupmannahafnar eftir hádegi
Þriðjudagur 24. maí 2011 kl. 10:42

Iceland Express til London og Kaupmannahafnar eftir hádegi

Vélum Iceland Express til Kaupmannahafnar og London, sem fara áttu í morgun hefur verið seinkað vegna eldgossins í Grímsvötnum. Vél félagsins til London fer klukkan 15:20 frá Keflavík og vélin til Kaupmannahafnar klukkan 15:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá er vél félagsins frá New York væntanleg til Keflavíkur um klukkan 14:00.

Eins og kunnugt er varð að fresta öllu flugi um Keflavíkurflugvöll, þar til í gærkvöld vegna eldgossins.

Farþegar sem eiga bókað flug með félaginu eru beðnir að fylgjast vel með á heimasíðu félagsins icelandexpress.is og á netinu, því áætlun getur breyst með stuttum fyrirvara.