Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Iceland Express frá Standsted til Gatwick
Föstudagur 1. maí 2009 kl. 08:56

Iceland Express frá Standsted til Gatwick


Iceland Express hefur skipt um flugvöll í London og fór fyrsta vélin frá Keflavík til Gatwick í morgun en félagið hefur undanfarin ár flogið til Standsted flugvallar. „Það er styttra í miðborgina og fleiri möguleikar á tengiflugi,“ sagði Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express rétt fyrir brottför í Leifsstöð í morgun. Með honum klipptu á borða við þetta tækifæri Kristján Möller, samgönguráðherra, Björn Óli Hauksson, flugvallarstjóri og sendiherra Breta á Íslandi, Ian Whitting.


Matthías segir að tímasetningin á þessum breytingum sé einkar hagstæð en mikil aukning hafi verið í bókunum breskra ferðamanna til Íslands og það megi rekja að hluta til Gatwick en Bretar vita það líka að þeir fá talsvert meira fyrir pundin sín í dag en áður. Guðný María Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar ohf. sagði að veik króna hjálpaði til í þessum málum því nú væri ódýrara fyrir útlendinga að koma til Íslands.
Iceland Express verður með aðstöðu á South terminal á Gatwick sem er staðsettur rétt sunnan við London. Flugfélög á borð við EasyJet, British Airways og US Airways fljúga þaðan. Möguleikar farþega félagsins aukast því enn á fjölbreyttu tengiflugi til allra heimshorna.
Iceland Express mun fljúga til London-Gatwick átta sinnum í viku og ferðir til Standsted munu falla niður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðný María Jóhannsdóttir hjá Keflavíkurflugvelli ohf. og Björn Óli Hauksson, flugvallarstjóri afhentu Matthíasi Imsland, forstjóra Iceland Express blóm í tilefni dagsins.