Iceland Airwaves í Bláa Lóninu – heilsulind
Plötusnúðurinn ILO mun spila fyrir gesti Bláa Lónsins á laugardaginn næstkomandi. Dagskráin er í tengslum við Iceland Airwaves hátiðina sem fer fram um helgina. ILO hefur samið mikið af tónlist og unnið með hljómsveitum á borð við Sigur Rós, Múm og Trabant. Hann ætlar að vera á léttu nótunum í heilsulind á laugardaginn og spila góða tónlist í anda hip hop, indie rock og soul.
Dagskráin í heilsulind hefur verið hluti af hátíðinni undanfarin ár en þarna gefst fjölmiðlum, tónlistarmönnum og öðrum gestum tækifæri á að koma saman og fylgjast með efnilegum íslenskum tónlistarmönnum.
Dagskráin hefst klukkan 13.30 og stendur til klukkan 15.30 og eru allir hvattir til þess að mæta sem hafa ánægju af góðri tónlist og slökun í heilsulindinni.
Bláa lónið hefur lengi staðið fyrir tónleikum í samstarfi við Airwaves og er myndin af einum slíkum