Icecross á litlu Sandgerðistjörninni hafnað
Ingi Björn Sigurðsson hefur lagt fram tillögu við framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar að heimilað yrði að keyra Icecross og vera með skautasvell á litlu Sandgerðistjörninni, bjóði aðstæður upp á slíkt, að uppfylltum ákveðnum reglum og skilyrðum.
Ráðið telur sig ekki geta orðið við erindinu sökum öryggissjónarmiða, nálægðar við byggð og hversu viðkvæmt svæði er um að ræða. Erindinu er því hafnað.