Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúum Voga hefur fjölgað um 12% á þrem árum
Föstudagur 25. ágúst 2017 kl. 13:28

Íbúum Voga hefur fjölgað um 12% á þrem árum

- Talsvert um fyrirspurnir um lóðir í sveitarfélaginu

Í upphafi þessa árs voru alls 1.206 íbúar skráðir til heimilis í sveitarfélaginu Vogum. Til samanburðar voru þeir 1.148 árið 2016 og 1.102 árið 2015. Samkvæmt íbúaskrá er fjöldinn nú 1.233. Íbúum hefur því fjölgað um 131 á tæpum þremur árum, eða um tæp 12 %. Með úthlutun lóða til nýbygginga og að því gefnu að eftirspurn eftir lóðum verði eins og búist er við, má því gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun íbúa á næstu misserum. Sveitarfélagið mun því þurfa að huga vel að öllum innviðum og uppbyggingu þeirra svo unnt sé að taka á móti væntanlegri fólksfjölgun.

Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir á hinu s.k. miðbæjarsvæði í Vogum, þar sem unnið er að gatnagerð og lagnavinnu svo unnt sé að úthluta lóðum undir nýjar íbúðir. Verklok eru áætluð í lok september á þessu ári. Deiliskipulag svæðisins gerir ráð fyrir u.þ.b. 90 íbúðum alls, í blandaðri byggð. Verkinu var áfangaskipt, og kemur u.þ.b. helmingur svæðisins til úthlutunar nú í ár. Lóðirnar verða væntanlega auglýstar lausar til umsóknar í september.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir af hálfu áhugasamra aðila, einkum byggingafyrirtækja sem sækjast eftir lóðum undir fjölbýlishús. Í þessum áfanga verður úthlutað 5 lóðum undir 6 íbúða fjölbýlishús, auk lóðar undir tvö fimm hæða fjölbýlishús með 20 íbúðum í hvoru húsi. Þá verður einnig nokkrum einbýlishúsa- og parhúsalóðir úthlutað. Það hillir því loks undir að framboð af minni íbúðum fari vaxandi.  Framkvæmdir við endurnýjun Hofgerðis standa yfir, og ganga samkvæmt áætlun.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í pistli Ásgeirs Eiríkssonar bæjarstjóra Voga á heimasíðu sveitarfélagsins.